Orkuauðlindirnar eru ekki í hættu

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesi ritar ágæta grein um orkumálin í Fréttablaðið í  dag. Greinin er mjög skýr og skýrir vel um hvað deilurnar um Magma snúast.Einstakir þingmenn VG hafa rekið þann áróður að það sé verið að selja orkuauðlindirnar til útlanda.En það er ekki rétt. Það kemur skýrt fram í grein Árna,að sveitarfélögin á Reykjanesi eiga orkuauðlindirnar þar og ekki hefur staðið til að selja þær.HS Orka hefur hins vegar haft heimild til þess að nýta orkuna þarna. Það var  gerður samningur við Magma um kaup á HS Orku,þ.e.  um nýtingu á orkunni.Geysir Green Energy(GGE) hafði nýtingarréttinn áður en Magma keypti nýtingarréttinn.Glitnir eða Íslandsbanki hafði yfirtekið GGE  og ef samningurinn við Magma verður felldur úr gildi fær Glitnir eða kröfuhafar bankans ( útlendingar)nýtingarréttinn á ný.Allt tal um sölu á auðlindunum er því áróður og út í hött.Ég tel hins vegar að stytta mætti nýtingarréttinn. 65 ára nýtingartími er alltof langur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband