Gjaldeyrisforði Seðlabankans 577 milljarðar

Gjaldeyrisforði Seðlabankans heldur áfram að vaxa en hann nam 576,9 milljarða kr. í lok júlí og hækkaði um 3,8 milljarða kr. milli mánaða. Erlendur gjaldeyrir hækkaði um 5,5 milljarða kr. en aðrar eignir lækkuðu samtals um 1,7 milljarð kr. í mánuðinum.

 

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 577,9 milljörðum kr. í lok júlí samanborið við 574,1 milljarða kr. í lok júní. Erlendar skuldir bankans námu 245,3 milljörðum kr. í júní samanborið við 247 milljarða kr. í lok júní.(visir.is)

Það er ánægjulegt,að gjaldeyrisforðinn skuli hafa aukist þetta mikið. Seðlabankastjóri sagði í kastljósi,að ef gjaldeyrisforðinn héldi áfram að aukast við þriðju endurskoðun AGS á efnahagsáætlun Íslands væri hugsanlega unnt að hefja afnám gjaldeyrishaftanna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband