Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Bresku blöðin mikla makríldeiluna
Spenna á milli Íslands og Færeyja annars vegar og Bretlands, Noregs og Evrópusambandsins hins vegar gæti leitt til makrílstríðs, í anda þorskastríðanna. Þetta kemur fram í breska dagblaðinu The Independent í dag. Þetta kemur meðal annars í kjölfar hótana Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins um að óvíst sé að Íslendingar og Færeyingar fái að stunda fiskveiðar innan lögsögu sambandsins í framtíðinni vegna veiða þeirra á makríl.
Í greininni er því haldið fram að Bretar, og aðrar fiskveiðiþjóðir, gætu reynt að hindra inngöngu Íslands í Evróusambandið, eða notað aðildarviðræður til að þrýsta á um endurskoðun á stefnu Íslendinga. Vitnað er í Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra skosku heimastjórnarinnar, sem lýsti í gær yfir ánægju sinni með framgöngu Evrópusambandsins í málinu og sagðist vonast til að málið yrði í forgrunni í viðræðum Íslendinga um aðild að sambandinu.
Bertie Armstrong, framkvæmdastjóri Skoska sjómannasambandsins, hefur einnig talað um að nota eigi makríldeiluna gegn Íslendingum í viðræðum aðildarviðræðum þeirra við ESB. Sagði hann í viðtali við breska blaðið The Press and Journal að ekkert ríki sem geti ekki hagað sér skynsamlega eigi að hljóta inngöngu í sambandið.(ruv.is)
Ég mundi nú halda,að hér væri breskt blað að skrúfa makríldeiluna upp vegna fréttaleysis.Það er alveg út í hött að bera makríldeiluna saman við þorskastríðið.Landhelgisdeilan við Breta snérist um lífshagsmuni Íslands en deilan um makrílveiðarnar skiptir sára litlu máli fyrir Ísland. Við notum tækifærið þegar makríll syndir inn í íslenska fiskveiðilögsögu til þess að veiða hann,m.a. til þess að bæta samningsstöðu okkar í samningum við ESB.En Íslendingar mundu aldrei láta deiluna um makríl þróast upp í neitt "þorskastríð".Veiðar á makríl skipta litlu máli fyrir þjóðarbúskap Íslendinga.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.