Prestur:Íslenska velferðarkerfið virkar ekki í neyðarástandi

Þórhallur Heimisson var í viðtali við Sigga Storm á Útvarpi Sögu í morgun.Rætt var um fátækt og neyð í kreppunni. Margir hafa leitað til Þórhalls vegna peningaleysis, m.a. nú þegar skólar eru að byrja.Sr. Þórhallur sagði,að íslenska velferðarkerfið virkaði ekki þegar neyðarástand væri hjá fjölskyldunum,t.d. algert peningaleysi.Hjálparstofnanir hefðu bætt úr sárustu neyðinni.En á hinum Norðurlöndunum þyrfti fólk ekki að leita til hjálparstofnana til þess að fá að borða. Þar virkaði velferðarkerfið. Mál þetta hefur verið rætt hjá stjórnvöldum og hefur félagsmálaráðherra lýst áhuga á því að gera ráðstafanir til úrbóta.Samkvæmt lögum eru það sveitarfélögin  sem eiga að hlaupa undir bagga þegar ekki eru nægar tekjur eða bætur til framfærslu. En sveitarfélögin skammta mjög naumt og sú skömmtun dugar ekki alltaf.

 

Björgviun Guðmudsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er Þórhallur með í laun á mánuði... hugsanlega 6föld+ laun verkamanns... Stonfunin sem hann vinnur hjá segist vera í sambandi við master of the universe... við borgum kirkjunni ~5-.6 þúsund milljónir á ári í verndartolla svo master of the universe geggjist ekki og rústi öllu.

Hvað er verið að tala við súperofuröryrkja á lúxusöryrkjastofnun ríkisins um svona mál... hlægilegt alveg

doctore (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband