Ísland í fararbroddi baráttu gegn brjóstakrabbameini

Ný rannsókn leiðir í ljós að Ísland er sú þjóð í Evrópu sem best hefur gengið í baráttunni við brjóstakrabbamein hjá konum.

Alþjóðlega forvarnastofnunin í París hefur kannað dauðsföll af völdum brjóstakrabbameins í 30 Evrópulöndum á tímabilinu 1989 til 2006. Í ljós kom að dauðföllunum hefur fækkað mest á Íslandi á þessu tímabili eða um 45%.

Í Bretlandi sem kemur næst á eftir fækkaði dauðsföllunum um 35%. Staðan er hinsvegar verst í Rúmeníu þar sem dauðföllunum hefur fjölgað um 17%.

Í frétt um málið á Reuters segir að dauðföllum vegna brjóstakrabbameins hjá Evrópuþjóðum hefur fækkað um fimmtung að jafnaði á fyrrgreindu tímabili. Höfuðástæður fyrir þessari þróun eru betri forvarnir og meðferðir gegn krabbameininu.

Nú látast um hálf milljón kvenna úr brjóstakrabbameini í heiminum en þetta er algengasta tegund krabbameins hjá konum í efnuðustu þjóðum heimsins.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband