Formaður Sjálfstæðisflokksins vill,að alþingi verði kallað saman

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vill að Alþingi verði kallað saman til að ræða stöðu ríkisstjórnarinnar og viðskiptaráðherra sérstaklega. Tilefnið er upplýsingar sem fram hafa komið undanfarna daga um vitneskju innan stjórnkerfisins um ólögmæti gengisbundinna lána og að þær upplýsingar hafi verið hunsaðar.

Fyrir liggur að Seðlabankinn fékk í hendur lögfræðiálit í maí í fyrra þar sem fram kom að gjaldeyrisbundin lán væru ólögmæt og að þetta álit barst viðskiptaráðuneytinu skömmu síðar. Jafnframt að aðallögfræðingur Seðlabankans taldi niðurstöðu álitsins rétta. Bjarni segir þessar upplýsingar gefa fullt tilefni til að ræða þessi mál á Alþingi án tafar. ,„Ríkisstjórnin og viðskiptaráðherra hafa brugðist því fólki sem þau eiga að vinna fyrir, þ.e. lántakendum í landinu sem hafi barist í bökkum við að standa í skilum og átt í erfiðum samningum við viðskiptabankana. Ríkisstjórnin bjó yfir upplýsingum sem styrktu stöðu þessa fólks verulega en hélt þeim leyndum,“ segir Bjarni.

Þá hafi ríkisstjórnin kosið að horfa framhjá þessum upplýsingum þegar metin voru eignasöfn nýju bankanna, þau hafi því verið ofmetin og það hafi valdið ríkissjóði og þá um leið almenningi í landinu stórkostlegu tjóni, en hagnaði fyrir kröfuhafa gömlu bankanna. „Það að menn hafi kosið að horfa framhjá þessu getur valdið ríkinu tugmilljarðatjóni. Það er því fullt tilefni fyrir þingið til að koma saman og fara yfir þessa atburðarás og það hvernig ríkisstjórnin hefur gjörsamlega klúðrað því að gæta hagsmuna fólksins í landinu.“(ruv.is)

Þessi krafa Bjarna er áróðursbragð.Þing á að koma saman eftir hálfan mánuð og það skiptir engu máli hvort þing kemur saman 2 vikum fyrr eða síðar.

 

Björgvin Guðmuindsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Gerðu mér greiða og settu þig sjálfan hinumegin við borðið og láttu vita

hvort þú kemst ekki að sömu niðurstöðu og hann.

BBM

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 13.8.2010 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband