Fimmtudagur, 12. ágúst 2010
Mikill ágreiningur um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra
Ekki ríkir sátt um mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra milli stjórnarflokkanna, en Þórunn Sveinbjarnardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hafi gert grundvallarathugasemdir við að hugsanlega bryti frumvarpið gegn stjórnarskrá. Hún segist vona að umræðan um frumvarpið verði til þess að landbúnaðarkerfið verði endurskoðað frá grunni.
Frumvarpið felur í sér að fésektir verði lagðar á mjólkursamlög sem taka við mjólk til sölu innanlands frá framleiðendum umfram framleiðslukvóta, en skiptar skoðanir eru um frumvarpið. Samkeppnisstofnun, Samtök verslunar og þjónustu og Neytendastofa hafa gert alvarlegar athugasemdir við frumvarpið, en bæði Samtök ungra bænda og Landssamband kúabænda hafa lýst við það stuðningi.
Þórunn segir ágreining um frumvarpið helst snúa að því hvort það brjóti í bága við atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár og segist ekki telja að sátt ríki um málið í þinginu. Það hefur verið ljóst frá í upphafi það er grundvallarágreiningur um málið og það varðar sérstaklega hvort að frumvarpið eða breytingar á lögunum fari í bága við stjórnarskrá," segir Þórunn.
Samfylkingin hafi gert grundvallarathugasemdir við að hugsanlega bryti frumvarpið gegn stjórnarskránni og það prinsippmál standi óhaggað. Hins vegar sé það þingsins að leiða málið til lykta.
Þórunn segir löngu tímabært að taka allt landbúnaðarkerfið til grundvallarendurskoðunar. Kannski og vonandi verður umræðan um þetta mál til þess að við einhendum okkur í það."(visir,is)
Ef umrætt frv. verður að lögum er verið að festa í sessi einikun í mjólkurframleiðslu.Það hefði fremur átt að auka frjálsræði í mjólkurframleiðslu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.