Föstudagur, 13. ágúst 2010
Fjölsótt útför Benedikts Gröndal
Útför Benedikts Gröndal,fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Alþýðuflokksins var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu fjölmenni.Forseti Íslands og ráðherrar,núverandi og fyrrverandi voru viðstaddir,svo og þingmenn,ættingjar og fjöldi jafnaðarmanna.
Ég kynntist Benedikt á Alþýðublaðinu en þar unnum við saman um langt skeið,hann sem ritstjóri en ég sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri.Benedikt var mjög vel ritfær og góður blaðamaður en einnig var hann frábær ræðumaður. Hvort tveggja nýttist honum vel í stjórnmálunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.