Laugardagur, 14. ágúst 2010
Gylfi situr áfram sem ráðherra
Gylfi hefur verið sakaður um að leyna Alþingi gögnum um gengistryggð lán og í dag kröfðust þingmenn Hreyfingarinnar afsagnar hans. Forsætisráðherra lýsti fyrr í vikunni stuðningi við Gylfa og kvaðst taka skýringar hans gildar. Að sögn Benedikts Stefánssonar, aðstoðarmans Gylfa.
(ruv.is)
Ég er sammála því,að' Gylfi sitji áfram sem ráðherra. Ég tel ekki að hann hafi gert neitt af sér.Það er ekki unnt að ganga út frá því að ráðherra sjái öll bréf og minnisblöð sem send eru ráðuneytinu.Ég trúi orðum ráðherra um að hann hafi ekki séð minnisblað lögfræðiskrifstofunnar,sem sent var Seðlabankanum.En auk þess tel ég ekki lögfræðiálit lögfræðiskrifstofu úti í bæ vera neinn dóm.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Facebook
Athugasemdir
Við kunnum vel að meta hans framlag og ráðuneytin hans að fela gögn og fela ekki fyrir alþjóð að skipun míns og Steingríms að okkur minnir.
Málið verður svo sett í nefnd og þegar reiðin dvín af þjóðinni verður skipuð önnun nefnd, þessi nefnd skilar ekki neinu en skýrsla hennar mun svo vera lögð fyrir næstu nefnd og síðan þá næstu, lifi blekkingin.
Rauða Ljónið, 14.8.2010 kl. 00:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.