Laugardagur, 14. ágúst 2010
Lagt til,að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður
Indriði leggur áherslu á að einungis sé um hugmyndir að ræða og engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvaða leið verði farin. Þá fjalli starfshópurinn ekki um tekjuþörf ríkissjóðs og vinni í nánu samstarfi við samráðsnefnd hagsmunaaðila. Hann á von á því að einhverjar hugmyndirnar verði að veruleika og þar með taldar nýjar hugmyndir um svokallaðan bankaskatt.(ruv.is)
Ég er sammála því,að fjármagnstekjuskattur,og tekjuskattur fyrirtækja verði hækkaður. En ég tel þó að það þurfi að vera sæmilega hátt frítekjumark við skattlagningu fjármagnstekna,þannig að tiltölulega lítið sparifé fólks sé ekki skattlagt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.