Lagt til,að fjármagnstekjuskattur verði hækkaður

Hugmyndir starfshóps fjármálaráðherra að skattahækkunum eru til umræðu í fjármálaráðuneytinu. Starfshópurinn leggur til að fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur fyrirtækja verði hækkaður, og komið verði á fót sérstökum bankaskatti. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra skipaði starfshóp í vor til að vinna að tillögum að breytingum á skattkerfinu. Fyrstu hugmyndir starfshópsins hafa litið dagsins ljós, en þær eru nú til umræðu í fjármálaráðuneytinu. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir hugmyndir starfshópsins ekki fela í sér stórvægilegar breytingar á skattkerfinu og þær séu í takti við álit erlendra sérfræðinga á skattkerfinu hér á landi.

Indriði leggur áherslu á að einungis sé um hugmyndir að ræða og engar ákvarðanir hafi verið teknar um hvaða leið verði farin. Þá fjalli starfshópurinn ekki um tekjuþörf ríkissjóðs og vinni í nánu samstarfi við samráðsnefnd hagsmunaaðila. Hann á von á því að einhverjar hugmyndirnar verði að veruleika og þar með taldar nýjar hugmyndir um svokallaðan bankaskatt.(ruv.is)

Ég er sammála því,að fjármagnstekjuskattur,og tekjuskattur fyrirtækja verði hækkaður. En ég tel þó að það þurfi að vera sæmilega hátt frítekjumark við skattlagningu fjármagnstekna,þannig að  tiltölulega lítið sparifé fólks sé ekki skattlagt.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband