Steingrímur J.styður Gylfa

Ég sé ekki að það liggi fyrir neitt annað en að hann hafi svarað samkvæmt því sem hann best vissi á þessum tíma. Ég hef ekkert í höndum sem fær sannað að þarna hafi ásetningi eða vísvitandi verið hallað réttu máli. Ég hef það ekki. Á meðan nýtur Gylfi Magnússon vafans af minni hálfu," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiparáðherra, hefur legið undir miklu ámæli eftir að upplýst var að lögfræðiálit frá lögmannsstofu um gengistryggð lán hafi verið sent úr Seðlabanka Íslands í viðskiptaráðuneytið fyrir ári síðan.

Steingrímur og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, funduðu með Gylfa í gærkvöldi vegna málsins. Steingrímur segir að fundurinn hafi verið ágætur og þar hafi Gylfa fengið tækifæri til á að fara yfir orðaskiptin í þinginu í júlí í fyrra og hvernig farið var með lögfræðiálitið innan ráðuneytisins.

Steingrímur segir að óneitanlega sé um óheppilegt mál að ræða sem auðvelt sé að gera tortryggilegt. „Enda ekki til sparað að hálfu ýmissa aðila. Mér finnast menn eins og Þór Saari nokkuð kaldir sem bera á hann lygar án þess að rökstyðja það með nokkrum hætti," segir Steingrímur. Hann tekur undir með Gylfa segir að æskilegt hefði verið að hugtakanotkun í umræðunum í þinginu hefðu verið skýri að hálfu Gylfa og þingmanna.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við fréttastofu á fimmtudag að málið væri það alvarlegt að kalla bæri Alþingi saman hið fyrsta til að fara yfir það. Steingrímur deilir ekki þeirri skoðun með Bjarna og bendir á að þingnefndir hefji störf innan skamms og á þeim vettvangi sé hægt að ræða málið. Að hans mati er óþarfi að umbylta vinnuáætlun Alþingis. „Þetta hlýtur að þola bið fram í byrjun september," segir Steingrímur.(visir.is)

Það bætir stöðu Gylfa,að Steingrímur J.formaður VG og fjármálaráðherra skuli styðja hann.Gylfi nýtur einnig stuðnings Jóhönnu og því þarf hann ekki að segja af sér.

 

Björgvin Guðmundsson




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband