Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Framsókn gagnrýnir fjárframlög til bankanna
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins gagnrýnir harðlega,að ríkið skyldi leggja bönkunum til fjármagn við endurreisn bankanna.Segir hann,að með því að lán verðtryggð í erlendum gjaldeyri séu ólögleg hefði ríkið ekki átt að leggja bönkunum til fjármagn.
Ég er ekki sammála þessu. Aðkoma ríkisins að endurreisn bankanna var nauðsynleg til þess að þeir kæmust á legg á ný.Óvíst er að bankarnir hefðu komist í gang,ef ríkið hefði ekki lagt þeim til fjármagn.Bankarnir eru nauðsynlegur þáttur efnahagslífsins.AGS lagði mikla áherslu á endurreisn bankanna og er óvíst að Ísland hefði fengið lánafyrirgreiðslu frá sjóðnum,ef bankarnir hefði ekki verið endurreistir.Ekki gengur að stjórnmálaleiðtogar tali hverju sinni eins og best lætur í eyrum.Þeir verða að vera ábyrgir.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.