Mánudagur, 16. ágúst 2010
Makrílveiðarnar gefa 15 milljarða í ár
Makrílveiðarnar skila þjóðarbúinu um fimmtán milljarða króna gjaldeyristekjum á þessu ári og vonast útvegsmenn eftir meiri veiðum á næsta ári eftir afar jákvæðar niðurstöður rannsókna á makrílgöngum og hrygningu við landið. Heimilt er að veiða 130 þúsund tonn af makríl á árinu og er þegar búið að ná ríflega 90 þúsund tonnum á land. Stór hluti aflans fer nú í vinnslu, sem eykur verðmætin verulega frá fyrri árum. Mun meira er af makríl við landið nú en fyrri ár og útlitið er gott eftir nýjar fregnir af rannsóknarleiðöngrum.(ruv.is)
Ekki kemur til greina að láta undan ESb varðandi veiðar á makríl innan okkar fiskveiðilögsögu. Makríllin hefur synt alveg upp í landsteina hjá okkur og við höfum fullan rétt á að veiða hann innan okkar lögsögu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.