Frestað að framfylgja orkulögum

Tvívegis hefur verið framlengdur frestur sem Orkuveitan og Hitaveita Suðurnesja hafa fengið til að aðskilja rekstur á orku- og veituhlutanum. Fyrirtækin kvarta undan kostnaðinum sem fylgir uppskiptingu.

Tvö ár eru síðan Alþingi samþykkti orkulög en þar var kveðið á um að aðskilja skuli veitu- og orkufyrirtæki, þ.e. samkeppnis- og sérleyfishlutana. Þrátt fyrir þetta hefur hvorki Orkuveitu Reykjavíkur né Hitaveitu Suðurnesja verið skipt upp. Þótt hitaveitunni hafi verið breytt í HS Orku og HS veitur, hafa fyrirtækin tvö sama forstjóra og að miklu leyti sama starfslið. Þá má í þessu sambandi nefna að með nýlegum samningi um kaup kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á hlut Geysis Green, eignast Magma 98,5% í HS orku. Fréttastofa náði ekki tali af iðnaðarráðherra í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa starfsmenn Orkustofnunar haft áhyggjur af því að fyrirtækin komi með útfærslur á uppskiptingunni sem tryggi ekki nægilega að hagsmunatengsl verði rofin milli orku og veituhlutanna. Lárus Ómarsson, lögfræðingur hjá Orkustofnun, segir að fyrirtækin hafi kvartað undan kostnaðinum og því hafi tvívegis verið framlengdur frestur til að skipta upp orku- og veituhlutanum. (ruv.is)

Ekki má veita of langan frest til þess að framfylgja orkulögum. Aðskilnaður veitu- og orkufyrirtækja,þ.e. samkeppnis-og sérleyfishluta er ákilinn í tilskipun ESB.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband