Álit lögfræðistofu hefur takmarkað gildi

Ragnar Aðalsteinsson hrl. bendir á ,að minnisblað lögfræðistofu hafi ekki sama gildi og lögfræðiálit. Að  baki lögfræðiáliti liggi umfangsmiklar rannsóknir en minnisblað byggist á litlum rannsóknum ( ekki fullnægjandi). Seðlabankinn fékk minnisblað frá lögfræðistofunni Lex en ekki lögfræðiálit. Áður hafði Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor sagt,að álit lögfræðistofu  hefði ekki sama gildi og dómur. Til grundvallar dómi lægi að álit beggja málsaðila hefðu verið skoðuð en svo væri ekki í áliti lögfræðistofu. Af ummælum þessara tveggja lögmanna má ljóst vera,að álit lögfræðistofunnar Lex hefur mjög takmarkað gildi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband