Stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentustig?

Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig á miðvikudag. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana muni þá lækka í 6,0% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga í 7,5%.

Greining Íslandsbanka bendir á að verðbólga haldi áfram að hjaðna og hún hjaðni örar en gert hafði verið ráð fyrir. Líkur séu á því að verðbólgan hjaðni áfram á næstunni og megi reikna með því að hún verði komin niður í 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. (visir.is)

Það er jákvætt,að stýrivextir lækki í 6% á miðvikudag en þeir þyrftu að lækka meira og öll rök hníga til þess að þeir gerðu það,þar eð verðbólgan hjaðnar nú ört.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband