Telur gengisdóm ekki ógna bönkunum

Vilhjálmur Bjarnason, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir tölur Seðlabanka Íslands ekki gefa tilefni til að óttast að fjármálakerfið gæti riðað til falls verði gengisbinding lána gerð ógild.

Vilhjálmur segir beinlínis óskiljanlegt að dómur Hæstaréttar í sumar geti haft slík áhrif á fjármálakerfið. Útlán bankanna til heimilanna séu um 110 milljarðar, við bætast tæpir 50 milljarðar frá fjármögnunarfyrirtækjunum, samtals um 160 milljarðar. Þegar lánin voru flutt yfir í nýju bankana hafi verið tekið tillit til rýrnunar og upphæðirnar færðar niður. Þessar fjárhæðir séu einfaldlega ekki nægilega háar til að fella fjármálakerfið.(ruv.is)

 

Ég hallast að því að Vilhjálmur hafi rétt fyrir sér.Að vísu gætu einhver fjármögnunarfyrirtæki orðið gjaldþrota við  gengisdóm,sem  mundi ákveða lága vexti einnig.En bankarnir ættu að  geta staðið slíkan dóm af sér án frekari stuðnings ríkisins.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband