Miðvikudagur, 18. ágúst 2010
Forstjóraskipti hjá Orkuveitunni
Hjörleifur Kvaran er hættur sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn OR samþykkti og gekk frá starfslokum hans á fundi í kvöld. Helgi Þór Ingason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn forstjóri tímabundið þar til framtíðarmaður hefur verið fundinn í starfið. Auglýst verður eftir forstjóra en Helgi Þór verður ekki framtíðarforstjóri OR. Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar, lagði fram tillögu um starfslok Hjörleifs.
Hann sagði í samtali við fréttastofu að það væri mat þeirra sem að ákvörðuninni standa að nýjan verkstjóra þurfi til að standa fyrir nauðsynlegum breytingum. Þrír stjórnarmenn samþykktu starfslok Hjörleifs en þrír fulltrúar sátu hjá.(ruv.is)
Ekki hefur komið fram hvers vegna Hjörleifur Kvaran hættir skyndilega.Að vísu þarf að gera mjög róttækar ráðstafanir til niðurskurðar og sparnaðar og vera kann að forstjóra og stjórnarformanni hafi ekki borið saman um það hvað leiðir ætti að fara í því efni.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.