TR hætti að senda öldruðum bakreikninga.Tekjutengingar afnumdar

Á hverju ári eyðir Tryggingastofnun talsverðum mannafla og miklum kostnaði í að reikna út hvað eldri borgarar hafi fengið mikið "ofgreitt" af lífeyri.Síðan sendir stofnunin öldruðum bakreikninga,mörgum upp á hundruð þúsunda.Eldri borgarar eiga erfitt með að greiða þessa bakreikninga enda búnir að eyða lífeyrinum fyrir löngu. En þarf þetta að vera svona? Er ekki unnt að finna aðra lausn á þessu? Jú,vissulega. Lausnin er einföld.Hún er sú að afnema allar tekjutengingar  og skerðingar á bótum eldri borgara.Það eru engar skerðingar í Svíþjóð og það þurfa ekki fremur að vera skerðingar hér. Ríkisstjórnin lofaði að koma hér á norrænu velferðarsamfélagi og þá getur hún byrjað á því að afnema allar skerðingar tryggingabóta.Geri hún það þarf ekki að halda áfram að reikna út "ofgreiðslur" til aldraðra og það má spara allan kostnað við það.

Það er einnig fráleitt að telja vexti af sparifé sem fjármagnstekjur. Þetta  eru aðeins verðbætur vegna mikillar verðbólgu.Það er ekki um neina raunvexti að ræða heldur aðeins verðbætur til þess að koma í veg fyrir  að sparifé rýrni. En Tryggingastofnun rífur stórar upphæðir af öldruðum vegna "fjármagnstekna",sem eru engar tekjur heldur aðeins verðbætur.Það verður að afnema allar  tekjutengingar og skerðingar og það strax.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband