Slitastjórn Landsbankans fer í skaðabótamál við fyrrverandi stjórnendur bankans

Tvö skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum bankans eru á leið til dómstóla. Skaðabótakröfurnar í málunum skipta tugum milljarða, en ítrasta krafan í stærra málinu nemur um 20 milljörðum króna.

Slitastjórn Landsbankans gaf það út í fréttum okkar í vor að hún væri að kanna skaðabótaskyldu fyrrverandi eigenda og stjórnenda.

Slitastjórnin og skilanefndin fengu til liðs við sig sérfræðiteymi á vegum Deloitte í Bretlandi til að rannsaka starfsemi bankans í aðdraganda hrunsins. Í kjölfarið tilkynnti slitastjórnin 11 tilvik, samtals að fjárhæð 250 milljörðum króna, til breskrar tryggingarmiðlunar þar sem stjórnendur eru taldir hafa bakað bankanum tjón með athafnaleysi sínu eða athöfnum og þar með valdið kröfuhöfum bankans tjóni.

Bankinn var tryggður gegn slíku hjá miðluninni fyrir 50 milljónum evra eða sem samsvarar um 7 og hálfum milljarði íslenskra króna.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru tvö þessara mála langt á veg komin og styttist í að slitastjórnin leggi fram stefnu í þeim.

Skaðabótakröfurnar hljóða upp á tugi milljarða króna, en krafan í stærra málinu nemur um 20 milljörðum króna. Hafa verður í huga að um ítrustu kröfur er að ræða og því allsendis óvíst hvað skilar sér á endanum í búið vinnist málin.

Gera má ráð fyrir að kröfuhöfum verði kynnt staða mála á kröfuhafafundi á (visir.is)

Það er vissulega eðlilegt að slitastjórn fari í mál við fyrrverandi stjórnendur og eigendur bankans og krefjist skatabóta. Þessi aðilar sýndu vítavert gáleysi við stjórn bankans, með óhóflegum lántökum erlendis og  fjárfestingum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband