Endurheimtur á eignasafni Landsbankans aukast um 6%

Verulegur árangur náðist í auknum endurheimtum á eignasafni Landsbankans á öðrum ársfjórðungi. Aukningin var um 64 milljarðar króna í erlendum myntum, eða sem nemur um 6%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbanka Íslands vegna kröfuhafafundar sem fram fer í dag.

Þar kemur fram að langstærstur hluti eignasafnisins er erlendis og því gefi fjárhæðir í erlendum myntum raunhæfan samanburð á virðisaukningu þess. Vegna mikillar hækkunar gengis íslensku krónunnar á tímabilinu séu endurheimtur í þeirri mynt áætlaðar svipaðar og á fyrsta ársfjórðungi, eða um 89 af hundraði. Ef ekki er tekið tillit til gengisáhrifa væri endurheimtuhlutfallið 93%.

Meginástæðan fyrir hækkandi endurheimtum eru samningar sem gerðir hafa veirð á tímabilinu. Skiptir þar mestu samningar um eignir í dótturfélagi bankans í Lúxemborg, en einnig samningar við Björgólf Thor Björgólfsson og fyrirtæki tengd honum, og fleiri samningar. Með samningunum hefur tekist að undirbyggja eignarsafnið betur og treysta grundvöll þess. Með bættri stöðu þess dregur úr óvissu, meiri stöðugleiki skapast og möguleikar aukast á bættum endurheimtum í framtíðinni.

Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær eru tvö skaðabótamál slitastjórnar Landsbankans gegn fyrrverandi stjórnendum bankans á leið til dómstóla. Skaðabótakröfurnar í málunum skipta tugum milljarða. Þá eru fleiri málshöfðanir í farvatninu. Samkvæmt fréttatilkynningu Landsbankans er þess vænst að þessi mál komist fyrir dómstóla hér á landi í haust eða fyrri part vetrar.(visir.is)

 

Þetta eru góðar fréttir. Með sama áframhaldi er hugsanlegt  að eignir Landsbankans dugi að fullu fyriir Icesave skuldinni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband