Verið að eyðileggja almannatryggingarnar

Miklar skerðingar á tryggingabótum almannatrygginga eru að eyðileggja tryggingarnar.Þegar almannatryggingar voru stofnaðar lýsti nýsköpunarstjórnin ,sem þá var við völd,því yfir ,að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar og efnahags.Almannatryggingar eru komnar langt frá því markmiði í dag.Tryggingarnar eru farnar að nálgast það að vera fátækraframfærsla.Það var aldrei meiningin með tryggingunum. Misvitrir stjórnmálamenn eru að eyðileggja almannatryggingarnar.Það eru miklar tekjutengingar,sem eru að eyðileggja tryggingarnar. Þegar lífeyrissjóðunum var komið á fót áttu þeir að vera hrein viðbót við almannatryggingarnar og aldrei var meiningin,að þeir mundi skerða lífeyri úr . almannatryggingum.En nú er það svo,að greiðslur úr lífeyrissjóði skerða tryggingabætur aldraðra.Þær skerða meira að segja grunnlífeyrinn,sem til skamms tíma var heilagur.Ellilífeyrisþegi,sem hefur 50 þús. á mánuði úr lífeyrissjóði fær 50 þús, minna úr almannatryggingum en sá,sem  aldrei hefur greitt neitt í lífeyrissjóð og ekkert fær úr slíkum sjóði.Margir telja þetta hreinan stuld,þar eð lífeyrir,sem menn eiga í lífeyrissjóði er þeirra eign og ríkið á ekkert með að skerða tryggingabætur vegna hans.

Í Svíþjóð eru engar skerðingar á tryggingabótum. Ellilífeyrisþegar fá óskertan lífeyri úr almannatryggingum þar þrátt fyrir greiðslur úr lífeyrissjóði og þrátt fyrir tekjur af atvinnu  og fjármagni. Þannig  á það einnig að vera hér. Þannig var það í upphafi og þannig var meiningin að þetta yrði. Það verður að  afnema allar skerðingar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband