Mánudagur, 23. ágúst 2010
Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við fyrirheit um að standa vörð um velferðarkerfið
Í grein Björgvins Guðmundssonar í Mbl. í dag um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar ræddi hann einnig um velferðarmálin.Þar sagði svo:
Ríkisstjórnin lofaði því,þegar hún tók við völdum að standa vörð um velferðarkerfið.Við það hefur ekki verið staðið.Í mörgum ráðuneytum hefur ekkert verið skorið niður og útgjöld jafnvel aukin. En í velferðarmálum hefur verið skorið mikið niður, þ.e. í almannatryggingum og í heilbrigðismálum.Þetta eru alger svik við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að standa vörð um velferðarkerfið.Félagsmálaráðherrann virðist ekki gera sér grein fyrir því, að lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Hér er um að ræða laun lífeyrisþega.Þegar laun hækka á almennum vinnumarkaði eins og gerst hefur á þessu ári og því síðasta verður einnig að hækka lífeyri lífeyrisþega. Á undanfarandi tæpu 1 1/2 ári hefur kaup launafólks með laun undir 220 þús. á mánuði hækkað um 23 þús. kr. á mánuði eða ca. 16%. Sama er að segja um ríkissstarfsmenn með laun 180 -220 þús. á mánuði.En á sama tíma og þetta hefur gerst hafa laun (lífeyrir) lífeyrisþega aldraðra og öryrkja, ekki hækkað um eina krónu. Hvernig getur ríkisstjórn,sem vill kenna sig við félagshyggju leyft slíku misrétti að myndast? Ríkisstjórnin verður strax að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja ,ef hún vill standa undir nafni. Það verður að hækka lífeyrinn strax um 23000 kr. á mánuði og síðan á hann að fylgja launum á almennum vinnumarkaði. Þessi leiðrétting þolir enga bið.Það verður að leiðrétta lífeyrinn strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.