Jóhanna nr.2 yfir helstu kvenleiðtoga heims

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, er í öðru sæti á nýjum lista bandaríska Time fréttavikuritsins yfir helstu kvenstjórnmálaleiðtoga heims. Í fyrsta sætinu er Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, sem nú reynir að mynda stjórn eftir tap verkamannaflokksins í kosningunum um helgina. Cristina Fernandez de Kirchner, forseti Argentínu, er í þriðja sæti.

Um Jóhönnu segir í Time að hún hafi lengsta þingreynslu alþingismanna og hafi verið meðal vinsælustu þingmannanna. Hún hafi auk þess verið fyrst íslenskra kvenna til að verða forsætisráðherra, og fyrsti forsætisráðherra heims sem feli ekki samkynhneigð sína.(ruv.is)

Jóhanna er vel að þessum titli komin.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband