Miðvikudagur, 25. ágúst 2010
Góður leiðari Mbl. um vandræði kirkjunnar
Morgunblaðið birtir góða forustugrein í dag um vandræði kirkjunnar vegna þess að umræðan um meint kynferðisafbrot Ólafs Skúlasonar hefur verið endurvakin.Bent er á í forustugrein Mbl.,að ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni biskup voru ekki sannaðar,þar eð hann mótmælti öllum ásökunum.Um gamlar sakir var að ræða,sem voru fyrndar og ekki voru nein vitni af atburðunum sem meintar sakir snérust um.Ólafur Skúlason biskup lét að embætti fyrr en hann þurfti,sjálfsagt vegna þessara mála enda þótt hann vildi ekki viðurkenna að svo væri.Mbl. bendir á,að kirkjan var ekki sökudólgur í umræddu máli.
Það sem hefur m.a. endurvakið umræðuna um meint brot Ólafs Skúlasonar biskups er framganga dóttur hans en hún sakaði föður sinn um kynferðislegt ofbeldi gagnvart sér.Eins og Guðrún Jónsdóttir, fyrrv. starfsmaður Stígamóta,benti á í kastljósþætti hefur maður ekki leyfi til þess að véfengja orð þeirra,sem segjast hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.En einhliða frásögn verður aldrei sönnun Þess vegna eru þessi mál mjög snúin. Sr. Ólafur Skúlason neitaði öllum ásökunum í lifanda lífi og úr því sem komið er fæst engin játning frá hinum látna biskupi.Kirkjunni er því mikill vandi á höndum.Hún þarf að hreinsa andrúmsloftið. Sennilega væri skipun sannleiknefndar gott næsta skref af hálfu kirkjunnar.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.