Þjónustujöfnuður hagstæður um 13,6 milljarða

Þjónustujöfnuður á öðrum ársfjórðungi var jákvæður um 13,6 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Útflutningur á þjónustu nam 79,6 milljörðum króna en innflutningur á þjónustu 66,0 milljörðum króna.

Samgöngur er stærsti þjónustuliður í útflutningi á þjónustu og afgangur vegna þeirrar þjónustu var um 10,6 milljarðar. Önnur þjónusta er stærsti liður í innflutningi og nam afgangur á þeirri þjónustu um 3,1 milljarði. Halli á ferðaþjónustu var um 0,1 milljarður.

Þjónustujöfnuður allt árið í fyrra var hagstæður um 47,4 milljarða króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Seld þjónusta til útlanda var 287,3 milljarðar króna en keypt þjónusta var 239,9 milljarðar króna.(visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband