Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Athyglisverð grein um stjórnarskrána
Björn Einarsson læknir skrifar athyglisverða grein um stjórnarskrána í Fréttablaðið í gær.Þar setur hann fram ýmsar athyglisverðar hugmyndir um breytingar. Ég er sammála sumum þeirra en öðrum ekki.Björn vill auka lýðræðið og auka veg alþingis.Ég er sammála því.Hann vill ekki aukið forsetaræði. Ég er sammála því.Hins vegar er ég ekki sammála því að taka stjórnarmyndunarumboðið úr höndum forseta.Ef það væri gert mætti allt eins leggja embættið niður og fela forseta alþingis hlutverk forseta Íslands. Ég er sammála því að tekið verði upp persónukjör við kosningar.Það er mjög mikilvæg breyting.Hún mundi slá af prófkjörin,sem í seinni tíð hafa verið skaðleg.Ég er einnig sammála því að draga þarf úr foringjaræði flokksformanna.Það er ótækt að formenn flokkanna hagi sér eins og einræðisherrar,einkum við stjórnarmyndanir,þegar þeir velja ráðherra.Það þarf aukið lýðræði við val á ráðherrum,jafnvel fagnefndir,sem gerðu tillögur um ráðherra.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.