Kjör bænda skerðast

Bændur verða fyrir kjaraskerðingu um þessi mánaðamót þegar ríkið hættir að greiða mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð þeirra. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda segir erfitt fyrir þá að vega skerðinguna upp með hækkun afurðaverðs.

Allt frá stofnun Lífeyrissjóðs bænda árið 1970 hefur ríkissjóður greitt 8 prósenta mótframlag sem atvinnurekendur greiða venjulega, á móti fjögurra prósenta framlagi bænda. En við gerð fjárlaga þessa árs var greiðsla ríkissjóðs skert úr 325 milljónum í 178 milljónir, sem þýðir að frá og með júlímánuði þurfa bændur sjálfir að standa skil á mótframlaginu.

Ólafur Kr. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs, bænda segir skerðinguna vera 45 prósent. „Það má horfa til þessa að bændur eru með þessu hætti að taka á sig beina kjaraskerðingu upp á átta prósent umfram aðrar stéttir."

Ólafur segir bændur eiga erfitt með að vega upp á móti þessari kjaraskerðingu með hækkun afurðarverðs. Hann segir þessar greiðslur ríkissjóðs ekki hafa verið neina ölmusu, því bændur hafi gefið eftir aðrar greiðslur til sín á móti þessu framlagi í lífeyrissjóðinn.

„Eins og tíminn er í dag er sótt að alls staðar og menn eiga mjög erfitt með að sækja hækunn á afurðarverði eins og komið hefur fram í fréttum," segir Ólafur.

Lífeyrissjóðurinn hafi lagt til að þessari skerðingu yrði frestað fram yfir kreppu og bændum þannig gefinn lengri aðdragandi. Ekki liggi fyrir hvort skert verði með sama hætti á næsta ári. En fjárlög næsta árs verða lögð fyrir Alþingi í byrjun október.(vísir.is)

Þetta verður tilfinnnalegt fyrir bændur en að því hlaut að koma að þessu yrði breytt. Spurning er hins vegar hvort fresta hefði átt þessari breytingu eitthvað.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband