Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Kjör bænda skerðast
Bændur verða fyrir kjaraskerðingu um þessi mánaðamót þegar ríkið hættir að greiða mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð þeirra. Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda segir erfitt fyrir þá að vega skerðinguna upp með hækkun afurðaverðs.
Allt frá stofnun Lífeyrissjóðs bænda árið 1970 hefur ríkissjóður greitt 8 prósenta mótframlag sem atvinnurekendur greiða venjulega, á móti fjögurra prósenta framlagi bænda. En við gerð fjárlaga þessa árs var greiðsla ríkissjóðs skert úr 325 milljónum í 178 milljónir, sem þýðir að frá og með júlímánuði þurfa bændur sjálfir að standa skil á mótframlaginu.
Ólafur Kr. Ólafs, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs, bænda segir skerðinguna vera 45 prósent. Það má horfa til þessa að bændur eru með þessu hætti að taka á sig beina kjaraskerðingu upp á átta prósent umfram aðrar stéttir."
Ólafur segir bændur eiga erfitt með að vega upp á móti þessari kjaraskerðingu með hækkun afurðarverðs. Hann segir þessar greiðslur ríkissjóðs ekki hafa verið neina ölmusu, því bændur hafi gefið eftir aðrar greiðslur til sín á móti þessu framlagi í lífeyrissjóðinn.
Eins og tíminn er í dag er sótt að alls staðar og menn eiga mjög erfitt með að sækja hækunn á afurðarverði eins og komið hefur fram í fréttum," segir Ólafur.
Lífeyrissjóðurinn hafi lagt til að þessari skerðingu yrði frestað fram yfir kreppu og bændum þannig gefinn lengri aðdragandi. Ekki liggi fyrir hvort skert verði með sama hætti á næsta ári. En fjárlög næsta árs verða lögð fyrir Alþingi í byrjun október.(vísir.is)
Þetta verður tilfinnnalegt fyrir bændur en að því hlaut að koma að þessu yrði breytt. Spurning er hins vegar hvort fresta hefði átt þessari breytingu eitthvað.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.