Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
7 buðu í Búðarhálsvirkjun
Sjö fyrirtæki buðu í byggingavinnu Búðarhálsvirkjunar. Tilboð voru opnuð í húsakynnum Landsvirkjunar klukkan tvö. Búðarafl sf. bauð lægst í Sporðöldustíflu og stöðvarhús og Ístak bauð lægst í aðrennslisgöng.
Margir bjóðendur buðu afslátt ef samið yrði við þá um tvö eða fleiri verk.Eftir er að fara yfir tilboðin með tilliti til þessa og því ekki ljóst strax hver býður lægsta verðið. Kostnaðaráætlun Landsvirkjunar vegna verkanna hljóðaði upp á tólf og hálfan milljarð króna. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að ef allt gangi að óskum um fjármögnun og verksamninga sé hægt að byrja á Búðarhálsvirkjun í nóvember.(ruv.is)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.