Fyrningarleiðin svikin: Á að bæta stöðu kvótakónganna?

Fjölmiðlar segja frá því í dag,að svokölluð sáttanefnd í sjávarútvegsmálum sé að skila álit í dag eða á morgun.Í frásögnum kemur glöggt fram,að það er verið að svíkja fyrningarleiðina,stærsta kosningamál síðustu þingkosninga.En ekki nóg með það.Til þess að bæta gráu ofan á svart er lagt til,að staða útgerðarmanna og kvótakónga verði bætt,þeir fái veiðiheimildir til langs tíma samkvæmt svokallaðri samningaleið,sem virðist hafa meirihluta í nefndinni.Það er ekki að undra að alþingi hafi lítið traust hjá þjóðinni og almenningur fordæmi  "stjórnmálastéttina" í einu lagi þegar stjórnmálamenn haga sér eins og þeir hafa gert í umræddri nefnd.Þeir ganga þar þvert gegn kosningaloforðum og stjórmarsáttmála og tala síðan út og suður eins og allt sé í lagi sem þeir eru að gera.Kjósendur munu ekki láta bjóða sér þetta.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband