Föstudagur, 27. ágúst 2010
Borgarstjóri:Sjálfstæðismenn sýna mér hroka
Jón Gnarr, borgarstjóri, segist efast um að hann geti unnið með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn sýni honum hroka og fálæti. Hann segist fá lítið til baka frá þeim nema töffaragang. Jón spyr lesendur dagbókar sinnar á samskiptavefnum Facebook hvort hann eigi að hætta að brosa til þeirra sem beri ekki virðingu fyrir honum.
Finnst ég naive, ekki ráða við þetta og ná að gera þetta fallega. Efast um að ég geti átt samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffaragang, hroka og eða fálæti, ég brosi, en fæ lítið tilbaka. Á ég að hætta líka að brosa eða reyna áfram að vingast við þetta fólk sem ber ek...ki virðingu fyrir mér og því sem við erum að reyna að gera. Ætla að sofa á þessu. Góða nótt," skrifaði Jón í gærkvöldi.(visir.is)
Það er furðulegt,að Sjálfstæðismenn skuli koma á þann hátt fram við Jón Gnarr borgarstjóra sem hann lýsir. Ég er viss um að ekkli hefði staðið á sjálfstæðismönnum að taka upp samstarf við Jón Gnarr og Besta flokkinn,ef gefinn hefði verið kostur á því.
Björgvin Guðmundsson
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.