Mesta atvinnuleysi á landinu á Reykjanesi

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir Suðurnesin búa við mesta atvinnuleysi á landinu og krefst þess að ráðamenn setjist niður og tryggi að framkvæmdir komist í gang.

Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir ekki hægt að búa til lengdar við þá stöðu sem er í atvinnumálum á Suðurnesjum. Þar hafi atvinnuleysið verið allt of mikið og meira en að meðaltali í landinu.

Hann segir að annar ríkisstjórnarflokkurinn hafi ekki aðeins lagst gegn álversframkvæmdum heldur hindri fleiri verkefni. Hann nefnir sjúkrahús, sem rekið yrði af einkaaðilum, og flugþjónustuverkefni, sem menn vilji tengja við hernað.

„Menn finna ýmsar ástæður til að stöðva þetta. Vinstri grænir hafa lagt marga steina í götu þeirra verkefna, sem við höfum verið að undirbúa hér á Suðurnesjum," segir Böðvar.

Hann sendir stjórnvöldum en einnig forsvarsmönnum viðkomandi fyrirtækja þessi skilaboð:

„Setjist þið niður og farið að vinna. Ljúkið samningum svo við getum hafið framkvæmdir og fólkið hér fái atvinnu."(visir.is)

Ég tek undir með Böðvari Jónssyni.Það þarf að tryggja framhald framkvæmda við álverið í Helguvík og það þarf einnig að tryggja álverinu næga orku.Hér eru miklir atvinnuhagsmunir í húfi.

 

Björgvin Guðmundsson





« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband