Föstudagur, 27. ágúst 2010
ASÍ gagnrýnir Jón Bjarnason
Hörð gagnrýni kom fram á Jón Bjarnason, landbúnaðarráðherra, á miðstjórnarfundi ASÍ í gær. Fundarmönnum hugnaðist ekki sú ákvörðun Jóns að gera breytingar á tolli á innfluttum landbúnaðarafurðum, að því er fram kemur á vef ASÍ. Þar segir að Jón hafi tekið ákvörðunina einhliða og að hún gangi gegn hagsmunum neytenda þar sem hún verð komi til með að hækka gríðarlega á innfluttum landbúnaðarafurðum.
Þá komu upp efasemdir um að ákvörðun Jóns standist alþjóðlegar skuldbindingar Íslands eins og til dæmis GATT-samkomulagsins. Ákveðið var að beina því til utanríkisráðuneytisins að það kanni lögmæti þessa gjörnings ráðherra.
Svokallað mjólkurfrumvarp landbúnaðarráðherra kom einnig til umfjöllunar á miðstjórnarfundinum. ASÍ leggur til að frumvarpið verði fellt.
(visir.is)
Gagnrýni ASÍ á Jón Bjarnason er eðlileg. Ríkisstjórnin á ekki að hækka innfluttar landbúnaðarvörur óeðlilega mikið þannig að það bitni á neytendum.Það er stefna Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar að lækka tolla á búvörum og Ísland þarf að búa sig undir niðurfellingu tolla., Það verður ekki gert með því að hækka þá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.