Laugardagur, 28. ágúst 2010
Stjórn Íbúðalánasjóðs klúðraði ráðningu framkvæmdastjóra
Ráðning nýs framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs er komin í undarlega stöðu.Samkvæmt lögum á stjórnin að ráða nýjan framkvæmdastjóra en að tillögu félagsmálaráðherra verður skipuð valnefnd til þess að meta hæfi umsækjenda. Formaður Íbúðalánasjóðs virðist óhress með þróun málsins en samt er það svo,að hann bar málið ekki upp til afgreiðslu,þegar 4 af 5 stjórnarmönnum sjóðsins vildu ráða starfandi framkvæmdastjóra í starfið. Hann getur því sjálfum sér um kennt kennt,að ráðning nýs framkvæmdastjóra klúðraðist.Ráðherra segir réttilega að málið sé í höndum stjórnar Íbúðalánasjóðs. Valnefndin metur nú umsækjendur og gerir ef til vill tillögu til stjórnar Íbúðalánasjóðs en stjórn sjóðsins hefur lokaorðið og er ekki bundin af tillögu valnefndar.Ég tel,að það hafi veriið alger óþarfi að skipa sérstaka valnefnd.Stjórn Íbúðalánasjóðs átti að ráða við verkefnið
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.