Laun aldraðra lækka- kaup launþega hækkar.Mannréttindabrot

Eldri borgari kom að máli við mig og sagði: Ég get sætt mig við lækkun launa (lífeyris) ef allir aðrir í þjóðfélaginu samþykkja launalækkun,þar á meðal launþegar.En ég get ekki fallist á lækkun hjá mér á sama tíma og launþegar fá hækkun.Launþegar hafa fengið 16% hækkun launa á  rúmlega einu ári á sama tíma og aldraðir hafa mátt sæta kjaraskerðingu.Þetta er misrétti. Þetta er brot á mannréttindum. Í lögum um málefni aldraðra segir,að  aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.Það er verið að brjóta þau lög.Þetta verður að leiðrétta.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

Ég hef sagt það við þig áður að ráðherrann þinn er með eldri borgara og öryrkja í einelti.  Ég held það sé eitthvað að hjá honum.  Tala nú ekki um þegar hann er búin að misnot aðstöðu sína núna tvisvar varðandi skipanir í embætti.  Svona gera bara dr....sokkar.

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband