Stjórnendur bankanna bera ábyrgðina

Flestir kannast við það að hafa leitað til banka eftir láni,víxli eða  stærra láni gegn veði eða sjálfskuldarábyrgð.Ef þú tókst stærra lán en þú réðir við að borga var engin miskunn hjá bönkunum.Ef þú borgaðir ekki var gengið að eignum þínum og íbúðin þín jafnvel boðin upp.Ekki vantaði boðskap bankastjóranna til lántakenda um að taka ekki stærrra lán en menn réðu við að borga til baka.

En hvernig fóru bankarnir sjálfir að ráði sínu eftir einkavæðinguna. Jú þeir tóku svo mikil erlend lán,að það var engin leið að bankarnir gætu borgað þessi lán til baka. Þeir tóku meiri og meiri erlend lán og þöndu bankana stöðugt meira út og svo þegar erlendir bankar kipptu að sér hendinni hrundu bankarnir eins og spilaborg. Bankastjórarnir fóru ekki eftir þeim boðskap,sem þeir predikuðu fyrir innlendum lántakendum.Þeir tóku of mikil lán erlendis og gátu ekki borgað til baka.Allt fór í vanskil.

Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir í viðtali við Fréttablaðið í dag,að hann beri ekki ábyrgð á óförum bankans. Hann kennir öðrum um,Seðlabankanum  og stjórnvöldum.En vissulega bera stjórnendur bankanna ábyrgð á óförum bankanna. Eftirlitsstofnanir( þar á meðal Seðlabankiu ) bera  einnig ábyrgð en höfuðábyrgðin liggur hjá stjórnendum og eigendum bankanna. Þeir sigldu bankana í kaf með græðgisstefnu sinni og braskstefnu. Þeir vildu alltaf meira og meira,kaupa meira og meira  erlendis og svo gátu þeir ekki borgað erlendu lánin þegar harðnaði á  dalnum.Þeir hefðu átt að fara eftir þeim boðskap,sem þeir boðuðu innlendum lántakendum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt kenningu sigurðar gæti ég ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótum. Ef ég lendi í árekstri er það lögreglunni að kenna, hún átti að stoppa mig af!!

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband