OR:Verðtryggð lán heimila hækka um yfir 4 milljarða kr.

Verðtryggð lán heimilanna hækka um á fimmta milljarð króna alls vegna verðbólguáhrifa af hækkun gjaldskrár Orkuveitu Reykjavíkur. Hagfræðingur segir Reykvíkinga súpa seyðið af fjárfestingarstefnu fyrirtækisins.

Gjaldskrárhækkunin tekur gildi 1. október. Þá mun rafmagnsverð hækka um 11 prósent, verð á heitu vatni um 35 prósent og gjald fyrir dreifingu rafmagns um heil 40 prósent.

Orkuveitan hefur látið fjölmiðlum nánari skýringar á áhrifum hækkunarinnar í té. Við skulum skoða rafmagnsreikningana fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með fjóra í heimili og meðal rafmagns- og heita vatns notkun.

Fyrir hækkunina greiðir heimilið um 4000 krónur fyrir hita og 4800 krónur fyrir rafmagn, alls um 8.800 krónur fyrir orkunotkun sína. Eftir gjaldskrárbreytinguna hækkar kostnaðurinn við heitt vatn um 35% en rafmagnið um tæp 22%, mest vegna hækkunar á dreifikostnaði. Alls greiðir heimilið því rúmlega 2400 krónum meira fyrir rafmagnið á mánuði, eða tæp 30 þúsund á ári.

Búist er við að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% vegna gjaldskrárhækkunarinnar, en til samanburðar má nefna að samanlögð hækkun vísitölunnar vegna allra þátta nam 0,25% í ágúst. Verðtryggð lán heimilanna hjá bönkum, lífeyrissjóðum og öðrum lánastofnunum samkvæmt nýjustu aðgengilegu hagtölum nema alls um 1.125 milljörðum. Þessi lán munu hækka um tæplega 4,5 milljarð alls vegna verðbólguáhrifa af gjaldskrárhækkun orkuveitunnar einnar.

Gjaldskrárhækkunin er komin til þar sem Orkuveitan getur að óbreyttu ekki staðið undir endurgreiðslu lána. Eins og fréttastofa hefur greint frá tífölduðust skuldirnar án innan við áratug. Að sögn Sigurðar Jóhannessonar, hagfræðings hjá Hagfræðistofnun, munar þar helst um Hellisheiðarvirkjun. Þá hafi skuldirnar einnig aukist talsvert vegna fjárfestingar í hitaveitum á Suður- og Vesturlandi.

Sigurður segist telja að fyrirtæki eins og Orkuveitan hefðu átt að halda sig við grunnhlutverk sitt en láta vera að fara inn á markaði þar sem samkeppni ríkir á. Hann segir Reykvíkinga nú súpa seyðið af fjárfestingarstefnu fyrirtækisins.(visir.is)

Áhrifin af hækkun gjaldskrár OR koma niður á öllum landsmönnum,þar eð vísiatalan hækkar um 0,39% og verðtryggð lán hækka af þeim sökum. Það er rétt,sem hagfræðingur Hagstofunnar segir,að Reykvíkingar súpi nú seyðið af fjárfestingarstefnu OR og raunar finna alliur landsmenn fyrir henni,

 

Björgvin Guðmundsson

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband