LEB: Dregur i efa lögmæti þess að telja verðbætur vegna hárrar verðbólgu sem fjármagnstekjur

Á síðasta landsfundi Landssambands eldri borgara (LEB) var eftirfarandi samþykkt: Landssambandið dregur stórlega í efa lögmæti þess að telja verðbætur vegna hárrar verðbólgu sem fjármagnstekjur og láta koma til skerðingar á lífeyri TR.Auk þess  raskar þessi fáheyrða ráðstöfun öllum tekjuáætlunum eldri borgara,sem kallar á stóraukna skriffinnsku í kerfinu og eykur hættuna á því of-og vangreiðsluflóði,sem einkennt hefur starf TR á undanförnum árum.

Eldri borgarar hafa einmitt nú nýlega fengið í stórum stíl bakreikninga frá Tryggingastofnun vegna þess,sem stofnunin kallar fjármagnstekjur en eru engar fjármagnstekjur heldur verðbætur vegna verðbólgu.Þeir eldri borgarar sem safnað hafa nokkrum krónum eða selt fasteign og eiga örlítið sparifé í banka  fá enga raunvexti af þessum aurum. Þeir fá aðeins verðbætur en Tryggingastofnun rífur af öldruðum hundruð þúsunda vegna þessara verðbóta. Því verður að linna. Best er að  afnema allar skerðingar i áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband