Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Sigurður Líndal: Heildarendurskoðun stjórnarskrár óþörf
Það er óþarfi að fara í heildarendurskoðun á stjórnarskránni, segir Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir að best sé að sé að breyta stjórnarskrám í áföngum en ekki í heild.
Sigurður benti á það í þættinum Sprengjasandi á Bylgjunni að íslensku stjórnarskránni hefði margsinnis verði breytt. Það er ekkert mikið eftir af stjórnarskránni frá 1874," segir Sigurður. Hann bendir til að mynda á að mannréttindakaflinn í stjórnarskránni sé nýr en hann hafi verið settur í stjórnarskrána til að samræma hana Mannréttindasáttmála Evrópu.
Sigurður segist telja að umræðan um heildarendurskoðun á stjórnarskránni sé að mestu leyti komin til vegna bankahrunsins. Það sem Íslendingar þurfi hins vegar á að halda sé hugarfarsbreyting og að menn fari betur eftir því sem stjórnarskráin segi. Ég sé ekki alveg að hvaða leyti það var stjórnarskránni að kenna að hrunið varð," segir Sigurður. (visir.is)
Ég er sammála Sigurði. Það eru aðeins fá atriði,sem þarf að breyta í stjórnarskránni.Það þarf að setja í stjórnarskrá að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar.Síðan þarf að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðaratkvæðagreiðslur.En það sem er fyrst oig fremst að er það að ekki er farið eftir stjórnarskránni. Það ríkir virðingarleysi fyrir henni og á við ráðherra sem aðra.Það þarf að breytast.,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.