Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Telur styrkingu krónunnar hagstæðari fyrir Orkuveituna
Þetta er að mínu mati óheillabraut sem Orkuveitan er að fara út á. Og ég verð að viðurkenna það að til lengdar efast ég um að þetta muni bæta stöðu Orkuveitunnar eða sveitarfélaganna. Þetta fer þá út í verðlagið og mun þá á endanum koma fram sem aukinn kostnaður hjá Orkuveitunni, hvort sem er á lánahlið eða rekstrarhlið. Þannig þetta er mjög skammsýn aðgerð, segir Gylfi og bætir við að heimilin hafi ekki greiðslugetu til þess að mæta frekari verðhækkunum.
Með gjaldskrárhækkunum Orkuveitunnar sem taka gildi 1. október hækkar meðalorkureikningur heimilanna um 2.300 krónur á mánuði og tæpar 28 þúsund krónur á ári. Þessar hækkanir hafa áhrif á neysluverðsvísitöluna sem hækkar tíu milljóna króna verðtryggt húsnæðislán um tæpar 56 þúsund krónur. Samningar ASÍ losna nú í byrjun vetur.
Og ef að fyrirtækin í landinu og sveitarfélög ætla sér að mæta sínum vanda með því að velta honum yfir á heimilin með þessum hætti þá á sömu rökum verða heimilin að sækja sér greiðslugetu með því að taka það í gegnum kröfur um laun. Mér þykir ekki ólíklegt að mínir félagar muni horfa til þess við mótun kröfugerðar.
Þegar rýnt er í annað árshlutauppgjör Orkuveitu Reykjavíkur sést að skuldirnar lækkuðu um 12 milljarða frá mars til loka júní vegna styrkingu krónunnar og telur Gylfi að betri stöðu Orkuveitunnar tryggða með styrkari krónu.(ruv.is)
Þetta er athyglisvert sjónarmið hjá Gylfa. Ef gjaldskrárhækkun OR leiðir til þess að verðbólgan hækkar og heimilin verða að fá kjarabætur til þess að standa undir hækkun orkureikninga er óvíst hvað ávinningur OR verður mikill. Aukin verðbólga veikir krónuna en það væri til hagsbóta fyrir OR að kronan héldi áfram að styrkjast.
Björgvin Guðmundssoin
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.