Fatlaðir: Áfelllisdómur yfir félagsmálaráðuneytinu

Formaður Þroskahjálpar segir úttekt Ríkisendurskoðunar á þjónustu við fatlaða áfellisdóm yfir félagmálaráðuneytinu. Hann segir að árum saman hafi Þroskahjálp barist fyrir úrbótum í málaflokknum en alltaf talað fyrir daufum eyrum.

Ríkisendurskoðun gerði úttekt á þjónustu við fatlaða að beiðni Alþingis. Í henni kemst hún að þeirri niðurstöðu að stjórnun og skipulag málaflokksins sé að ýmsu leyti ábótavant. Gerður Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, segir úttektina sýna að félagsmálaráðuneytið hafi ekki staðið sig sem skyldi í málaflokknum

„ Hún er náttúrulega alger áfellisdómur yfir ráðuneytinu,“ segir Gerður. „Það eru alvarlegar athugasemdir við hvernig eftirliti með þjónustu og réttindagæslu er háttað og það að fjárveitingar til þjónustu eru ekki í neinu samræmi við það sem þjónustuþörfin segir til um.“

Gerður segir að svona hafi þetta verið lengi og barist hafi verið fyrir því lengi að unnið sé í samræmi við þarfir og bætir við að nú verði Alþingi verði að bregðast við.(ruv.is)

Ljóst er eftir  úttekt ríkisendurskoðunar,að félagsmálaráðuneytið verður að breyta um stefnu ´í  málefnum fatlaðra..Það verður að bæta aðstöðu fatlaðra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband