Staða Reykjanesbæjar mjög slæm

Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir stöðu sveitarfélagsins afar slæma ef ekki verður af álveri í Helguvík og fleiri stórframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á Suðurnesjum.

Stjórnvöld í Reykjanesbæ gátu ekki greitt erlent lán upp á 1,8 milljarð króna sem gjaldféll í byrjun mánaðarins og vinna við endurfjármögnun hefur ekki borið árangur. Árni segir að reynt hafi verið að fara í skuldabréfaútboð en það hafi gengið hægt.

Hann segir að sveitarfélagið hafi skilað betri afkomu fyrri hluta þessa árs en áætlað var. Hins vegar hafi verið gert ráð fyrir því að stórframkvæmdir færu í gang seinna á þessu ári. Verði ekkert af þeim í bráð setji það sveitarfélagið í afar erfiða stöðu. Hann gerir þá kröfu til Norðuráls og HS Orku að gengið verði frá samningum um álverið í Helguvík.(ruv.is)

Reykjanesbær hefur haldið mjög illa á málum.Það er búið að selja allar helstu eignir bæjarins og því varla neitt til að veðsetja ef fá á lán.Það  þarf kraftaverk í málum bæjarins ef komast  á hjá því að bærinn lendi æi gjörgæslu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband