Ísland meðal landa sem komu verst út úr kreppunni

Fjármálakreppan í heiminum hafði meiri og alvarlegri áhrif hér á landi en í flestum öðrum ríkjum. Þetta segir hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Ástæðan er veikleikar í íslensku efnahagslífi í aðdraganda kreppunnar.

Þessi kreppa sem staðið hefur á þriðja ár er talin vera sú mesta í heiminum frá því Heimskreppan mikla reið yfir á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Ísland, Írland og Eystrasaltslöndin koma miklu verr út úr þessari kreppu heldur en flest önnur lönd. Þetta þótti þeim forvitnilegt Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi Seðlabankans, og Þorvarði Tjörva Ólafssyni, hagfræðingi hjá bankanum, og réðust því í rannsókn á orsökum þess að kreppan hefði verri áhrif á sum lönd heldur en önnur. Þeir söfnuðu fjölda hagstærða fyrir fjölda landa og báru saman.

„Og reynum þá að skýra efnahagssamdráttinn og af hverju sum lönd lentu í bankakreppu og önnur í gjaldeyriskreppu,“ segir Þórarinn. „Það sem kemur helst í ljós er að stærðir eins og efnahagslegt ójafnvægi fyrir kreppuna skiptir miklu máli. Þannig lönd sem voru með mikið ójafnvægi í aðdraganda kreppunnar fóru miklu verr út úr kreppunni.“ Og einmitt það á sérstaklega við Ísland og kemur fram í rannsóknarniðurstöðunum. „Stærsta ástæðan fyrir því að kreppan varð svona mikil hér er mjög skuldsettur einkageiri, mjög stórt bankakerfi, mikið efnahagslegt ójafnvægi – mikill viðskiptahalli, hærri verðbólga en annars staðar – þetta virðist í ágætu samræmi við umræðuna sem hefur verið hér en þarna fáum við tölfræðilegar niðurstöður sem styðja þessar ályktanir.“(ruv.is)

Rannsókn hagfræðinga Seðlabankans staðfestir það,sem haldið hefur verið fram þar á  meðal það að bankakerfið var orðið alltof stórt og skuldsett.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband