Telja þeir kjör eldri borgara orðin nógu góð?

Á ársfundi Tryggingingastofnunar ríkisins,sem haldinn var á þessu ári fluttu Stefán Ólafsson stjórnarformaður TR og Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra ræður.Kjarninn í báðum ræðunum var sá,að aldraðir hefðu fengið miklar hækkanir á lífeyri undanfarin ár. Mátti skilja á þeim,að hækkanir  þær sem aldraðir hefði fengið væru svo miklar að þeir þyrftu ekki meiri hækkanir.Árni Páll sagð,að lífeyrir aldraðra hefði hækkað um 42% á tímabilinu 2007-2009.Og Stefán Ólafsson sagði,að lágmarksframfærslutryggingin hér væri hærri en  hjá ESB.Hér voru  báðir  þessir herramenn að vitna til hækkunar,sem 412 einhleypir ellilífeyrisþegar fengu 1.september 2008 en þá var lágmarksframfærslutrygging einstakilinga,sem bjuggu einir ákveðin 150 þús. kr. fyrir skatt.Þessi trygging er nú 180 þús.. fyrir skatt og 157 þús. eftir skatt.Það eru rúmlega 400 einhleypir ellilífeyrisþegar,sem fá í dag fulla lágmarksframfærslutryggingu.Það kann að vera að stjórnarformanni TR og ráðherra þessara mála finnist 157 þús. kr. á mánuði hár lífeyrir og nægilegur fyrir eldri borgara. En mér finnst það ekki.Mér finnst  það skammarlega lágt.Fyrir utan það,að aðeins rúmlega 400 eldri borgarar fá þessa upphæð en aðrir fá mikið minna og ef  eldri borgarar fá eitthvað úr  lífeyrissjóði er jafnhá upphæð dregin  af lífeyrinum hjá TR.

Í stað þess að tíunda hvað eldri borgarar hafi fengið miklar hækkanir ættu stjórnarformaður TR og ráðherra að ræða hvernig bæta megi  kjör eldri borgara og hvernig megi afnema þær skerðingar á tryggingabótum,sem eru að eyðileggja almannatryggingakerfið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru bara svona dru....okkar sem ráðast á þá sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér, og helst að geta sparkað í þá sem liggja máttvana fyrir spörkum frá þeim.

Baldur B.Maríusson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband