Fasteignamarkaðurinn að lifna við

Þjóðskrá Íslands birti fyrir helgi fjölda þinglýstra fasteignasamninga en þar kom fram að alls hefðu 55 samningar verið þinglýstir í síðustu viku. Grétar telur fjölda þinglýstra samninga ekki gefa rétta mynd af ágúst mánuðinum sem hefur verið óvanalega góður miðað við þá stöðu sem uppi hefur verið og byggir hann það á viðtölum og samtölum við fjölda fasteignasala í ágúst.

„Það sem við finnum fyrir núna og undanfarnar tvær, þrjár vikur, þá hefur verið meiri áhug á fasteignaviðskiptum," segir Grétar en aðspurður hversvegna síðustu tölur lýsi ekki markaðinum rétt segir hann að þær tölur endurspegli í raun ástandið eins og það var í júlí mánuðinum.

„Við erum farnir að verða varir við öðruvísi áhuga en hefur verið. Það er jafnvel farið að bítast um eignir," segir Grétar en síðastliðin tvö ár hafa verið fasteignasölum erfið.

Þegar best gekk árið 2004 til 2005 töldu þinglýstir samningar hátt í 300. Hann segir þá tölu þó sýna frekar sprenginguna sem varð í fasteignaviðskiptum. Hann bendir á fyrir sprenginguna þá hafi þinglýstir samningar á viku verið á milli 150 og 200 á viku. Þegar ástandið var hvað verst voru þinglýstir samningar vel innan við 50 á viku.

„Ég tel að tölur næstu vikna muni sýna helmingsaukningu frá síðustu viku," segir Grétar sem spáir því að fasteignamarkaðurinn sé þegar búinn að ná botninum. Nú liggi leiðin vonandi upp á við og markaðurinn fari að sýna stöðugleika.(visir.is)

Vonandi er mat framkvæmdastjóra Félags fasteignasala rétt. Það nauðsynlegur liður í endurreisn efnahagslífsins að rétta fasteignamarkaðinn af. Það er  ánægjulegt,að  fasteignamarkaðurinn skuli vera að lifna við og vonandi heldur sú þróun áfram.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband