Lögmæti lána ekki athugað við sölu bankanna

Hvorki skilanefndir bankanna né fjármálaráðuneytið skoðuðu sérstaklega lögmæti gengistryggðra lána áður en kröfuhafarnir tóku bankana yfir í vetur. Þetta kom fram í máli fjármálaráðherra á fundi í dag.

Enn er ekki ljóst hvað mun taka við af ólöglegri gengistryggingu lána, þótt nýgenginn dómur gefi ákveðna hugmynd. Þingmenn í viðskiptanefnd og í efnahags- og skattanefnd reyndu að átta sig á stöðunni á sameiginlegum fundi í dag. Til dæmis, um það hvort álit og minnisblöð um lögleysu gengistryggingarinnar, hefðu þau verið uppi á borðum, hefðu breytt einhverju þegar kröfuhafar tóku yfir endurreistu bankana í vetur.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það hafa komið skýrt fram hjá efnahags- og viðskiptaráðherra að hann telji að það sem kom fram í lögfæðiálitunum hafi þegar legið fyrir í opinberri umræðu og hefði ekki breytt neinu í samningunum við bankanna.

Þá hafi fjármálaráðherra gert þingmönnum grein fyrir því að óvissa hefði vissulega verið tekin með í reikninginn. Sumt það sem ráðherran sagði þingmönnum vakti furðu þeirra. Segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, það hafa komið fram að hvorki seljendur né kaupendur bankanna létu fara fram lögfræðiathugun á þessum lánum.

Pétur vill að menn rói að því öllum árum að eyða óvissunni í samfélaginu.(ruv.is)

Það hefði vissulega verið skynsamnlegt að athuga lögmæti  gengistryggðra lána í tengslum við yfirtöku erlendra kröfuhafa á bönkunum en það var ekki gert.

 

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband