Biskup á ekki að víkja

Mikil umræða á sér nú stað í þjóðfélaginu um meint kynferðisafbrot Ólafs Skúlasonar heitins biskups.Hér er um að ræða meint afbrot sem eiga að hafa verið framin fyrir 30 árum eða lengri tíma.Margir vilja að núverandi biskup segi af sér vegna þess að kirkjan hafi ekki brugðist nógu skjótt og vel við ásökunum  á hendur  Ólafi Skúlasyni.Því er ég ósammála.Karl Sigurbjörnsson var óbreyttur prestur,þegar kona leitaði til hans og kvaðst hafa  orðið  fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu Ólafs Skúlasonar.Karl ræddi við Ólaf en hann neitaði öllum ásökunum.Á þeim tíma gat Karl ekki gert meira í málinu.Nú er hann og Hjálmar Jónsson prestur sakaðir um að hafa ekki fylgt málinu eftir.Það er mjög auðvelt að gera slíkar kröfur löngu síðar,þegar mikið fleiri gögn eru fram komin og allt bendir til þess að Ólafur Skúlason hafi verið sekur. En fyrir 30 árum  stóð orð gegn orði og almenningsálitið var frekar hlynnt biskupi en þeim sem voru að ásaka hann. Karl hefur sem biskup brugðist vel við í þessu máli og m.a. beitt sér fyrir því að kirkjuráð  komi á fót sannleiksnefnd.Ég tel ekki að Karl biskup hafi gert neitt af sér og  því þarf hann ekki að víkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband