Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
44 ra millj. kr. hagnaður hjá Högum
Hagar skiluðu 44 milljóna króna hagnaði rekstrarárið 2009/2010 en ársreikningur félagsins var birtur í gær en samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins 21. apríl 2010. Stjórnin hefur lagt það tl að ekki verði greiddur út arður til hluthafa að þessu sinni.
Rekstrartekjur ársins námu 68.278 millj. kr. og hagnaður fyrir fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) nam 4.034 millj. kr.
Heildareignir samstæðunnar námu 24.564 millj. kr. í lok reikningsársins og var eigið fé félagsins 2.519 millj. kr. í lok reikningsársins. Eiginfjárhlutfall félagsins var 10,3% í lok reikningsársins (visir.is)
Þetta er þokkaleg afkoma hjá Högum í því árferði sem nú er. Og Hagar eru með allt í skilum. Það er búið að reka harðan áróður gegn Högum og m.,a. verið sagt,að félagið væri mjög skuldsett og með mikil vanskil en það er ekki rétt. Það eru hins vegar eignarhaldsfélögin,sem eiga Haga,sem eru með mikil vanskil.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.