Þriðjudagur, 31. ágúst 2010
BHM andvígt frekari framlögum í Framtakssjóð
Miðstjórn Bandalags háskólamanna leggst alfarið gegn frekari framlögum lífeyrissjóða félagsmanna sinna til Framtakssjóðs Íslands. Í ályktun miðstjórnar segir að af gefnu tilefni geri hún þá kröfu til Framtakssjóðs Íslands, að hann sýni með óyggjandi hætti fram á að fjárfestingar hans fylgi tilgangi og skilmálum sjóðsins.
Bandalag háskólamanna hafi við stofnun sjóðsins varað við þeirri stöðu, sem því gæti fylgt að sjóður á vegum launamanna kæmi með virkum hætti að ákvörðunum um, hvaða fyrirtæki héldu velli í gegnum núverandi þrengingar.
Verði sjóðurinn ekki við óskum BHM um gagnsæi, muni bandalagið fara þess á leit að lífeyrissjóðir, sem það á aðkomu að, endurskoði aðkomu sína að sjóðnum.(visir.is)
Víst er full ástæða til þess að fara varlega í ráðstöfun á fjármagni lífeyrissjóðanna.En á hinn bóginn er á það að líta að lífeyrissjóðirnir geta aðstoðað við efnahagslega uppbyggingu í landinu eftir hrunið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.