Vöruskiptajöfnuður hagstæður um 68,5 milljarða

Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 44,0 milljarða króna og inn fyrir 39,3 milljarða króna fob (42,5 milljarða króna cif). Vöruskiptin í júlí, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 4,6 milljarða króna. Í júlí 2009 voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 0,4 milljarða króna á sama gengi¹.

 Fyrstu sjö mánuðina 2010 voru fluttar út vörur fyrir 321,4 milljarða króna en inn fyrir 252,9 milljarða króna fob (274,5 milljarða króna cif). Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 68,5 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 41,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 27,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. (Heimasíða Hagstofu)

Það er ánægjulegt,að vöruskiptin skuli vera þetta hagstæð.Útflutningurinn hjálpar okkur að rétta við.

 

Björgvin Guðmundsson  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband